Netverslun / vefverslun

Ef þú vilt selja vörur og þjónustu á Netinu, þá hönnum við og setjum upp netverslanir. Við tengjum netverslanir við bókhaldskerfi ásamt greiðslu- og flutningsleiðum, allt eftir þörfum viðskiptavina okkar og þeirra rekstri.

WooCommerce

WooCommerce er netverslunarkerfi fyrir WordPress, sem aðlagað er að þínum rekstri, fyrir vörur og þjónustu sem þú vilt bjóða þínum viðskiptavinum til sölu. Ýmsar greiðslu- og sendingalausnir má tengja við kerfið o.fl.

 

Umfang og traust

4,65 milljónir vefverslana keyra WooCommerce árið 2025 og tæplega 34% allra netverslana á heimsvísu treysta á lausnina.

Wordpress

Á meðal WordPress verslana er WooCommerce algjör markaðsráðandi og yfir 90% þeirra velja viðbótina.

WooCommerce er valið

Fyrir smá og meðalstór íslensk fyrirtæki sem vilja stjórna eigin vefverslun og skala á sínum forsendum, er WooCommerce gríðarsterk leið. Þar með færðu bæði tæknilegt öryggi og viðskiptalegt svigrúm til að vaxa.

Nýtt árið 2025

WooCommerce 9.9 (útgáfa 2. júní 2025) kynnir Blueprints – tilbúin verslunar-uppsetningarsnið sem flýta ræsingu, ásamt “smarter product exports” og mælanlegum árangri í afköstum. Þetta er hluti af „more-in-core“ átakinu sem færir leiðandi eiginleika inn í kjarnann svo færri viðbætur þurfi.